Egla tekur til hendinni

febrúar 15, 2018
Featured image for “Egla tekur til hendinni”

Egla tekur til hendinni varð til á síðasta ári þegar Borgarbyggð hóf hvatningarátak til að draga úr notkun á einnota burðarplastpokum í verslunum sem hefur gengið mjög vel. „Egla“ hefur nú heimsótt  flestar stofnanir Borgarbyggðar til að skoða möguleika á að draga úr notkun á einnota plastpokum í daglegum rekstri. Eins og búast mátti við eru stjórnendur og starfsfólk allra stofnana vel meðvituð um skaðsemi plasts fyrir lífríkið og okkur sjálf, og í flestum stofnunum hefur markvisst verið unnið að leiðum til að draga úr  notkun á einnota vörum. Úrgangsforvarnir, endurnotkun og endurnýting er margvísleg og er starfsfólk víða hugmyndaríkt þegar kemur að nýtingu úrgangs sem efniviðar til ýmissa nota.  Allir starfsmenn stofnana eru einkar jákvæðir og hvarvetna er tekið  vel verkefnið sem er alger forsenda þess að vel takist til.  Fylgjast má með verkefninu  á Facebook síðunni Egla tekur til  hendinni.

Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í öðrum grunnskólanum, má sjá söfnunarkassa  fyrir textílafganga sem svo eru klipptir niður og notaðir í púðafyllingar.


Share: