Efni til endurvinnslu

nóvember 24, 2017
Featured image for “Efni til endurvinnslu”

Grunnskólinn í Borgarnesi tekur þátt í Grænfánaverkefninu sem stuðlar að aukinni umhverfisvitund. Í umhverfissáttmála skólans kemur meðal annars fram að endurnýta og endurvinna skuli það sem hægt er. Áhugi er fyrir því innan skólans að nota endurunnið efni og annað sem til fellur með litlum kostnaði við jólaföndur í skólanum. Af þessu tilefni er nú boðið upp á afskrifaðar bækur, birkikubba og köngla á  bókasafninu á meðan birgðir endast. 


Share: