Efnilegur ungur knattspyrnumaður

mars 20, 2013
Rúnar
Þau leiðu mistök urðu við athöfn vegna kjörs íþróttamanns Borgarbyggðar fyrir nokkru að upplýsingar um knattspyrnumann Ungmennafélags Reykdæla féllu niður. Knattspyrnumaðurinn ungi heitir Rúnar Bergþórsson og býr í Húsafelli. Hann er 12 ára gamall og hefur æft knattspyrnu í 7 ár. Á síðasta ári æfði hann bæði hjá UMFR og Skallagrími. Þjálfari hans lýsir honum með þessum orðum: „Hann spilaði með 5. flokki Skallagríms og stóð sig gríðarlega vel og einnig spilaði hann nokkra leiki með 4. flokki Skallagríms. Rúnar er hefur góða boltatækni og gott auga fyrir spili. Hann er mjög duglegur fótboltamaður sem vinnur vel á öllum æfingum, hann er kurteis og kemur vel fram við andstæðinga og samherja.“
Um leið og við biðjum Rúnar afsökunar á þessum leiðu mistökum óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni.
Tómstundanefnd Borgarbyggðar
 
 

Share: