Dýrafangarar í Borgarbyggð

júlí 26, 2007
Stórgripir á vegum fara ekki vel með umferð vélknúinna farartækja. Til þess að reyna að koma í veg fyrir slys á mönnum og dýrum hefur Borgarbyggð ráðið þrjá einstaklinga til að “handsama” stórgripi sem sloppið hafa inn á vegsvæði í Borgarbyggð og tilkynnt hefur verið um til lögreglu. Til stendur að banna lausagöngu um allt sveitarfélagið en beðið er umsagnar landbúnaðarnefndar um þá tillögu. Eigendur gripanna verða krafðir um greiðslu kostnaðar sem af því hlýst.
 
Dýrafangararnir þrír eru Andrés Ölversson Ystu-Görðum, Halldór Sigurðsson Borgarnesi og Jón Eyjólfsson Kópareykjum. Það skal skýrt tekið fram að þetta á ekki við um sauðfé, aðeins um stórgripi.
 
Myndina tók Ragnheiður Stefánsdóttir af hestum innan girðingar.

Share: