Framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna við dýpkun á höfninni í Borgarnesi hefjast fljótlega. Til verksins verður notuð beltagrafa með sérstaklega löngum armi sem athafnar sig á hafnarbakkanum. Höfnin verður dýpkuð 60 metra meðfram hafnarbakkanum og um 13 metra út frá honum. Gert er ráð fyrir að efnismagn sem kemur upp úr höfninni verði um 2,800 rúmmetrar. Efninu verður mokað upp á bryggjuna og þar látið renna úr því og því síðan ekið á urðunarstaðinn við Bjarnhóla.
Nánari upplýsingar um dýpkunina gefur Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar Faxaflóahafna sf.