Dúkkulísa í Logalandi – árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar

maí 31, 2010
Leikhópurinn_áhs
Árshátíð unglingadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar verður haldin í Logalandi miðvikudaginn 2. júní kl 20.00. Nemendur munu sýna leikritið Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann í leikstjórn Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Dúkkulísa er fremur opinskátt leikverk um unglinga í nútímasamfélagi á Íslandi sem verða að takast á við lífið í hinum ýmsu myndum. Verkið tengist forvarnarverkefni um barneignir unglinga sem m.a. var í boði á seinasta ári í skólanum. Það sem er sérstakt við þetta leikverk er að áhorfendur geta sjálfir haft áhrif á framgang verksins en þeir kjósa um góðan eða slæman endi. Allir eru velkomnir en leikritið er ekki við hæfi 12 ára og yngri. Aðgangseyrir er 500 kr.
Sjá auglýsingu hér.
 

Share: