Árshátíð unglingadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar verður haldin í Logalandi miðvikudaginn 2. júní kl 20.00. Nemendur munu sýna leikritið Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann í leikstjórn Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Dúkkulísa er fremur opinskátt leikverk um unglinga í nútímasamfélagi á Íslandi sem verða að takast á við lífið í hinum ýmsu myndum. Verkið tengist forvarnarverkefni um barneignir unglinga sem m.a. var í boði á seinasta ári í skólanum. Það sem er sérstakt við þetta leikverk er að áhorfendur geta sjálfir haft áhrif á framgang verksins en þeir kjósa um góðan eða slæman endi. Allir eru velkomnir en leikritið er ekki við hæfi 12 ára og yngri. Aðgangseyrir er 500 kr.
Sjá auglýsingu hér.