Diddú og drengirnir í Reykholtskirkju

febrúar 17, 2010
Diddú og drengirnir halda tónleika í Reykholtskirkju á vegum Tónlistarfélags Borgarbyggðar sunnudaginn 21. febrúar 2010 kl. 16.00 og verður Reykholtskórinn undir stjórn Bjarna Guðráðssonar hópnum til fulltingis. Á efnisskránni eru m.a. nokkur af fegurstu verkum tónbókmenntanna fyrir sópran og kór.
Tónlistarhópurinn Diddú og drengirnir hefur starfað síðan 1997. Hann kemur árlega fram á aðventutónleikum í Mosfellskirkju en hefur auk þess haldið tónleika víða um land. Á komandi sumri mun hópurinn koma fram á þremur tónleikum í Alsacehéraði í Frakklandi. Hópinn skipa Sigrún Hjálmtýsdóttir, klarínettuleikararnir Sigurður Ingvi Snorrason og Kjartan Óskarsson, hornleikararnir Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson og fagottleikararnir Brjánn Ingason og Björn Th. Árnason.
 
Sigrún er löngu þjóðþekkt persóna og hlýtur að teljast fjölhæfasta söngkona sem Ísland hefur alið. Hljóðfæraleikararnir hafa verið um árabil verið áberandi í íslensku tónlistarlífi; Sigurður, Emil, Þorkell og Brjánn starfa í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kjartan er skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík og Björn skólastjóri Tónlistarskóla F.Í.H.
 

Share: