Dagur umhverfisins er að þessu sinni tileinkaður loftlagsmálum.
Hér á eftir fara 10 heillaráð til að stuðla að minni loftmengun frá almenningi:
- Keyra einkabílinn eins lítið og kostur er. Þess í stað er hægt að nota almenningssamgöngur, eða þá hjóla og ganga.
- Velja sparneytna bíla.
- Spara rafmagn í bílnum, t.d. með því að nota dagljós en ekki aðalljós í dagsbirtu.
- Nota vistvæna orkugjafa.
- Nægjusemi. Minnka neysluna. Því það þarf jú orku til að framleiða hlutina.
- Kaupa vörur sem framleiddar eru í næsta nágrenni.
- Kaupa umhverfisvottaðar vörur.
- Draga úr ferðalögum til útlanda.
- Forðast nagladekk.
- Minnka sorpmagnið, t.d. með því að nýta hlutina til enda og jarðgera heimavið.
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir