Dagskrá – 17. júní

júní 14, 2021
Featured image for “Dagskrá – 17. júní”
Hátíðarhöld á 17. júní í Borgarbyggð eru með breyttu sniði í ár vegna gildandi takmörkunum á samkomum. Fjölmargir viðburðir verða í boði samtímis vegna fjöldatakmarkana og til að virða fjarlægðarmörk.

 

Tímasetningar geta breyst og nýir viðburðir bæst við.

 

Borgarnes

08:00 /Fánar dregnir að húni
Borgarbyggð hvetur alla íbúa til að draga fána að húni í tilefni dagsins.

08:00-24:00 /Teljum fána!
Íbúar eru hvattir til að skreyta hús og híbýli með íslenska fánanum og taka þátt í leiknum Teljum fána.
Þátttakendur reyna að koma auga á fána í gluggum, görðum, á girðingum eða annarsstaðar í bænum.
Tvö heppin fá þátttökuverðalun.
Sendu inn fánatölu með nafni og símanúmeri á netfangið abendingar@borgarbyggd.is fyrir lok dags og vinningurinn gæti verið þinn.

 

10:00 – 11:00/Íþróttahátíð á Skallagrímsvelli
Sautjánda júní íþróttahátíð fyrir fólk á öllum aldri.

 

10:00 – 12:00/Kaffi og list hjá Michelle Bird
Michelle opnar vinnusvæðið sitt fyrir gesti og gangandi.
Ókeypis aðgangur.
Heimilisfang: Sæunnargata 12

 

11:00/Guðsþjónusta í Borgarneskirkju
Séra Þorbjörn Hlynur Árnason messar.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista.

 

13:00 – 17:00/Safnahús
Ókeypis aðgangur í tilefni dagsins í boði sveitarfélagsins.

Í Safnahúsi eru fimm sýningar þennan dag:
• Börn í 100 ár – grunnsýning
• Ævintýri fuglanna – grunnsýning
• Landið mitt – sýning á verkum Ingu Stefánsdóttur
• Pourquoi pas – strandið við Mýrar 1936
• Bjössi á Bjössaróló – veggspjöld um stofnanda Bjössaróló.

 

13:00 – 14:00 Skemmtun í Brákarey
Björgunarsveitin Brák býður íbúum að spreyta sig í þrautum og öðru skemmtilegu.

 

14:00/Hátíðardagskrá í Hjálmakletti

  • Hátíðarræða sveitarstjóra, Þórdís Sif Sigurðardóttir
  • Ávarp fjallkonu
  • Nemendur söngleikjadeildar Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytja atriði úr „Snjallhvíti og gimsteinagröfurunum“ undir stjórn Sigríðar Ástu og Theodóru
  • Hljómlistarfélagið spila ljúfa tóna fyrir gesti.

Kaffisala kvenfélagsins verður á sínum stað.

 

Vakin er athygli að því að gestir eru velkomnir í Hjálmaklett og geta alls 300 manns fengið sæti í salnum. Jafnfram verður þessum dagskrálið streymt inn á heimasíðu Kvikmyndafjelagsins, kvikborg.is.

 

14:00 – 17:00/Barnaskemmtun í Skallagrímsgarði

Hoppukastalar á svæðinu fyrir börnin.

 

Íþróttaálfurinn og Solla Stirða mæta á svæðið kl. 15:30.

 

16:00 – 18:00/Reiðhöllin Faxaborg
Hmf. Borgfirðings teyma undir börnum.

 

16:00-23:00/BARA Ölstofa Lýðveldisins
BARA Ölstofa Lýðveldisins opnar með sprengjukrafti á Degi Lýðveldisins 17. júní. Allir hjartanlega velkomnir á Brákarbraut 3.

Hvanneyri

11:30/UMFÍ Íslendingur stendur fyrir hátíðarhöldum.
Lagt verður af stað frá Sverrisvelli út í skjólbeltin. Grill verður á staðnum þar sem hver grillar fyrir sig og sína. Leikir, skemmtun, gleði og gaman, allir velkomnir og vonast er til að sjá sem flesta.

Reykholtsdalur

13:00/Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðarhöldum.
Útihátíðardagskrá í Logalandi – Hátíðarræða, fjallkonan, seldar pylsur, karamelluflugvélin og leikir. Veittar verða viðurkenningar til barna sem stunda íþróttir.

Lundareykjadalur

14:00/Ungmennafélagið Dagrenning sér um hátíðardagskrá.
Kaffistund í Brautartungu, leikir og víðavangshlaup. Kvöldgrill, spil o.fl. skemmtilegt. Hver og einn leggur eitthvað til á kökuhlaðborðið og grillið.

Lindartunga

14:00/Kvenfélagið Björk og Ungmennafélag Eldborg stendur fyrir hátíðarhöldum.
Hefðbundin 17. júní útihátíðardagskrá í Lindartungu.

 


Share: