Byggingarmál

febrúar 8, 2019
Featured image for “Byggingarmál”

Byggingarmál – hvaða framkvæmdir teljast byggingarleyfisskyldar?

Undanfarið hafa óhefðbundnar húsnæðislausnir verið talsvert áberandi í umræðunni, t.a.m. gestahús, lítil hús á lóð og einnig svokölluð smáhýsi. Fyrir þá sem lítið þekkja til getur verið snúið að átta sig á hvort framkvæmdir sem þessar krefjist byggingarleyfis eða ekki – og hvort þær séu yfirhöfuð leyfðar í skipulagi.

Við bendum fólki í framkvæmdahug á að kynna sér kafla 2.3 í Byggingarreglugerð nr. 112/2012 með áorðnum breytingum.

http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Mannvirkjastofnun/Log-og-reglugerdir/Uppf%C3%A6r%C3%B0%20byggingarregluger%C3%B0%20eftir%208.%20breytingu%20.pdf

Á vef Mannvirkjastofnunar má jafnframt nálgast leiðbeiningar við byggingarreglugerð þar sem nánari upplýsingar koma fram.

  • Leiðbeiningar við byggingarleyfisskyldar framkvæmdir:

http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Leidbeiningarblod/2.3.1%20Byggingarleyfisskyldar%20framkv%C3%A6mdir-1.5.pdf

  • Málsmeðferð vegna tilkynntra framkvæmda:

http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Leidbeiningarblod/2.3.6%20M%C3%A1lsme%C3%B0fer%C3%B0%20vegna%20tilkynntra%20framkv%C3%A6mda-1.1.pdf

  • Leiðbeiningar fyrir smáhýsi:

http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Leidbeiningarblod/9.7.6%20Sm%C3%A1h%C3%BDsi-3.1.pdf

Skilgreining á smáhýsi skv. byggingarreglugerð: Skýli sem er almennt ætlað til geymslu garðáhalda og þ.h. og er ekki ætlað til íveru. Smáhýsi er ekki upphitað.


Share: