Byggðarráð Borgarbyggðar hélt sinn 375. fund í Húsafelli s.l. miðvikudag. Þessi fundur var jafnframt fyrsti fundur nýs sveitarstjóra, Gunnlaugs A. Júlíussonar.
Þar kynnti m.a. Stefán Stefánsson, nýr eigandi Fljótstungu, hugmyndir um stórbætta aðstoðu við Víðgelmi. Á heimleiðinni var komið við í Hnoðrabóli, Kleppjárnsreyjkjum og í Kraumu þar sem framkvæmdir voru skoðaðar.
Með byggðarráði á myndinni eru Bergþór Kristleifsson og Unnar Bergþórsson í Húsafelli, Stefán Stefánsson Fljótstungu og Ólafur Sveinsson frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands.