Búferlaflutningar árið 2001

janúar 23, 2002

Hagstofan hefur gefið út tölur um búferlaflutninga á árinu 2001. Skv. tölum Hagstofunnar var mesta íbúafjölgun á Vesturlandi á árinu í Borgarbyggð þar sem fjölgaði um 44 íbúa. Íbúum á Vesturlandi fjölgaði alls um 89. Borgarbyggð stendur framarlega meðal sveitarfélaga í landinu í fjölgun íbúa á árinu 2001. Utan höfuðborgarsvæðisins var fjölgunin aðeins meiri á Selfossi, Akureyri og í Vatnsleysustrandarhreppi. Fjölgun íbúa í Borgarbyggð er að stærstum hluta rakin til uppbyggingar á Bifröst. Í Borgarnesi fjölgaði um sex íbúa á árinu.


Share: