Breyttur fundartími fræðslunefndar Borgarbyggðar

september 12, 2007
Fræðslunefnd Borgarbyggðar hefur hingað til fundað fyrsta og þriðja mánudag í hverjum mánuði klukkan 17:00. Frá og með september verða fastir fundir, hjá nefndinni, fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði kl. 17:00.
Erindi sem eiga að fara fyrir fund verða að berast fræðslustjóra í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni fyrir fund.
Fyrri fundur hvers mánaðar er tileinkaður málefnum grunnskólanna en síðari fundurinn málefnum leikskóla.
Fundarmenn eru: Finnbogi Rögnvaldsson formaður, Ásbjörn Pálsson, Finnbogi Leifsson, Guðrún Elfa Hauksdóttir, Karvel Karvelsson, Rósa Marinósdóttir, Þór Þorsteinsson. Helena Guttormsdóttir sem er áheyrnarfulltrúi Skorradals og Ásthildur Magnúsdóttir, fræðslustjóri, er starfsmaður nefndarinnar.
 
Mynd: Óþekktur höfundur.
 

Share: