Breyttur opnunartími í þjónustuveri

febrúar 9, 2024
Featured image for “Breyttur opnunartími í þjónustuveri”

Frá og með 16. febrúar 2024 verður breyting á afgreiðslutíma þjónustuvers Borgarbyggðar á föstudögum. Þá mun verða opið frá kl. 10:00 – 14:00.

Alla aðra virka daga er móttaka opin milli kl. 10:00 – 15:00 og hægt er að fá afgreiðslu símleiðis milli kl. 9:30 – 15:00.

Áfram er hægt að senda ábendingar í gegnum ábendingagátt allan sólarhringinn, senda tölvupóst á netfangið: thjonustuver@borgarbyggd.is ásamt því að flest allar umsóknir um þjónustu eru í dag orðnar rafrænar og má finna í þjónustugáttinni undir mínum síðum.


Share: