Breyting á svæðisskipulagi og deiliskipulag í landi Húsafells

febrúar 26, 2007
Tillaga um breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 og deiliskipulag í landi Húsafells III í Hálsasveit.
A: Breyting á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar1997-2017.
 
Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir skv.2.mgr.14.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. tillögu að breytingu á ofangreindu svæðisskipulagi.
Tillaga að breytingu felst að svæði fyrir frístundabyggð norðan Hálsasveitarvegar á jörðinni Húsafelli, er stækkað til austurs um u.þ.b 43.6 ha og sunnan vegar er bætt við u.þ.b 1.3 ha íbúðarsvæðis.
Sveitarstjórn bætir það tjón sem einstakir aðilar kunnað að verða fyrir við breytinguna.
Breyting á svæðisskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 28.02.07 til 28.03.2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 12.04.2007.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda telst samþykkur þeim.
B: Tillaga að deiliskipulagi Húsafelli 3, Borgarbyggð
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu.
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi austan núverandi byggðar á jörðinni Húsafelli 3. Í tillögunni er gert ráð fyrir frístundahúsalóðum og þjónustuhúsalóð.
Tillaga að deiliskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 28.02.07 til 28.03.2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 12.04.2007.
Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tiltekinn frest til athugasemda telst samþykkur þeim.
Borgarnesi 22.02.2007
Forstöðumaður framkvæmdasviðs
Borgarbyggðar.

Share: