Breytingar hjá Grunnskóla Borgarfjarðar

febrúar 19, 2009
Við Kleppjárnsreykjaskóla
Síðastliðinn þriðjudag tók í gildi nýtt skipulag á stjórn og kennslu í Grunnskóla Borgarfjarðar. Breytingar eru þær helstar að Aldís Eiríksdóttir hættir sem aðstoðarskólastjóri að eigin ósk. Hún mun hefja störf sem kennari á Hvanneyri frá og með næsta mánudegi. Guðjón Guðmundsson íþróttakennari mun taka við stöðu aðstoðarskólastjóra og sinnir því starfi fyrst um sinn. Flemming Jessen verður deildarstjóri á Hvanneyri til 15. maí í vor en þá snýr Ástríður Einarsdóttir aftur til vinnu eftir fæðingarorlof. Í tilkynningu frá Magnúsi Sæmundssyni skólastjóra þakkar hann Aldísi Eiríksdóttur sérstaklega fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt framlag sitt til skólans í vetur.
 

Share: