Breytingar á þjónustu Umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar

júlí 27, 2018
Featured image for “Breytingar á þjónustu Umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar”

Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í Borgarbyggð líkt og undanfarin misseri og enn fleiri framkvæmdir, stórar sem smáar, eru í bígerð.

Mikilvægt að umsóknir um framkvæmdir berist sveitarfélaginu með góðum fyrirvara svo að vinnsla og afgreiðsla bygginga- og skipulagsmála gangi sem greiðast fyrir sig. Brýnt er að innsend hönnunargögn sem fylgja umsóknum séu fullnægjandi svo að hægt sé að afgreiða þær.

Lögð er áhersla á að hraða afgreiðslu mála og bæta þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Í þeim tilgangi verður tekið upp nýtt vinnulag við móttöku fyrirspurna og erinda. Frá og með þriðjudeginum 7. ágúst nk. verða símatímar og viðtalstímar með eftirfarandi hætti:

Símatímar: kl. 10-11 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga

Viðtalstímar: kl. 11-12 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga

Stefnt er að því að mánudagar og föstudagar nýtist starfsfólki til að framkvæma úttektir og sinna öðrum tilfallandi málum vítt og breitt um sveitarfélagið. Hverja og eina byggingarframkvæmd þarf lögum samkvæmt að taka út á hverju byggingarstigi fyrir sig. Málsmeðferðartími getur verið langur bæði í bygginga- og skipulagsmálum vegna þess að sá rammi sem byggingarreglugerð og skipulagslög setja er mjög ítarlegur. Af gefnu tilefni er minnt á á Kortasjá Borgarbyggðar þar sem hægt er að nálgast teikningar af byggingum og skipulagsgögn.

 

 


Share: