Breytingar á húsnæðismálum Öldunnar

febrúar 5, 2021
Featured image for “Breytingar á húsnæðismálum Öldunnar”

Starfsemi Öldunnar flyst tímabundið á Borgarbraut 65, 6. hæð í kjölfar athugasemda frá eldvarnareftirliti Slökkviliðs Borgarbyggðar. Gerðar voru athugasemdir um brunavarnir núverandi húsnæðis. 

Dósamóttökunni verður lokað tímabundið þar til annað er ákveðið. 

Í kjölfar úttektarinnar á Öldunni ákvað eldvarnareftirlitið að fara í úttekt á öllu húsnæði sveitarfélagsins í Brákarey. Niðurstöður er að vænta fljótlega en hugsanlega þarf að gera breytingar og munu starfsmenn Borgarbyggðar vera í samskiptum við þá leigjendur sem þar eru þegar niðurstöður liggja fyrir. 

Ákvörðun um framtíðarhúsnæði Öldunnar mun liggja fyrir þegar nánari greiningarvinna hefur átt sér stað. 


Share: