Breyting á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55, 57 og 59 í Borgarbyggð

apríl 20, 2016

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 14. apríl 2016 breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55,57 og 59 í Borgarbyggð.
Breytingin tekur til þriggja lóða sem afmarkaðar eru á þremur hliðum af Borgarbraut, Kveldúlfsgötu og Kjartansgötu, og felst í að hæð húsa, lóðarmörkum og byggingarreitum eru breytt.
Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 16. desember 2015 til 29. janúar 2016. Sex athugasemdir bárust og hafa umsagnir sveitarstjórnar um þær verið sendar þeim sem þær gerðu. Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi breytingar i samræmi við athugasemdir: Vindálag verði skoðað við hönnun bygginga og lóða, þar sem kostur er skal koma fyrir regngörðum og stöku trjám á bílastæðasvæði til að bæta ásýnd svæðisins og draga úr vindi, lóðarstærð á Borgarbraut 55 verði leiðrétt. Á sveitarstjórnarfundi 14. apríl 2016 var fjallað um athugasemdir skipulagsstofnunar dags. 14. apríl 2016 og samþykkti sveitarstjórn að taka tillit til þeirra og færa þær inn í deiliskipulagið.
Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar.
Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

f.h. sveitarstjórnar Borgarbyggðar, 19. apríl 2016
Lulu Munk Andersen, skipulags- og byggingarfulltrúi


Share: