Bragi Þór ráðinn skólameistari

október 25, 2019
Featured image for “Bragi Þór ráðinn skólameistari”

Bragi Þór Svavarsson hefur verið ráðinn skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Hann tekur við starfinu þann 1. janúar 2020. 

Bragi Þór lauk prófi frá kennaradeild Háskólans á Akureyri árið 1999 og meistaraprófi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017. Hann hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2007, fyrst um fjögurra ára skeið sem þjónustustjóri en frá árinu 2011 sem breytingastjóri og deildarstjóri í tækniþjónustu bankans. Áður var Bragi Þór kennari við Grunnskólann á Varmalandi og síðan vefstjóri og umsjónarmaður kennslukerfis við Háskólann á Bifröst um sex ára skeið.

Bragi Þór er kvæntur Hrafnhildi Tryggvadóttur, verkefnastjóra á umhverfis- og skipulagssviði Borgar-byggðar og eiga þau þrjár dætur en fjölskyldan býr í Borgarnesi. Bragi Þór hefur á undanförnum árum talsvert komið að íþrótta- og ungmennastarfi og er sambandsstjóri UMSB.

Bragi Þór var valinn úr hópi níu umsækjenda en ráðgjafar- og ráðningarfyrirtækið Intellecta hafði umsjón með ráðningarferlinu.


Share: