Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur flytur erindi í bókhlöðu Snorrastofu, þriðjudaginn 21. október kl. 20.30. Guðrún leitar fanga í sögu matvælaframleiðslu í landbúnaðarhéruðum okkar og hvernig nútíminn getur hagnýtt sér gamlar hugmyndir og reynslu í þeim efnum.
Í kaffihléi sýna borgfirskir matgæðingar óvæntar krásir sínar og bjóða gestum að bragða á. Aðgangseyrir er kr. 500.
Umræður og fyrirspurnirAð loknu kaffihléi verður boðið til umræðna og fyrirspurna til fyrirlesara kvöldsins. Þar taka þátt og veita upplýsingar tveir frumkvöðlar í héraðinu, sem reynt hafa nýbreytni á eigin skinni, Davíð Freyr Jónsson í Matarsmiðjunni Borgarnesi og Haraldur Örn Reynisson í Hugheimum. Sjá nánar á www.snorrastofa.is
|