Borgfirðingahátíð 2008 – Auglýst eftir framkvæmdaraðila

janúar 2, 2008
Í desember síðastliðinn var auglýst eftir aðila til að taka að sér framkvæmd og umsjón Borgfirðingahátíðarinnar og rennur frestur út 7. janúar. Áætlað er að hátíðin verði að þessu sinni dagana 6. – 8. júní. Framkvæmdaraðili sér um allan undirbúning hátíðarinnar, þ.m.t. markaðs- og kynningarstarf.
Allar frekari upplýsingar fást hjá menningarfulltrúa Borgarbyggðar, Guðrúnu Jónsdóttur: gudrunj@borgarbyggd.is
Sjá einnig auglýsingu á blaðsíðu 6 í síðasta fréttabréfi Borgarbyggðar.

Share: