Borgarnes bærinn okkar – fundur Neðribæjarsamtakanna

október 23, 2013
Skemmtileg og skapandi verkefni framundan
Neðribæjarsamtökin verða með opinn fund í Edduveröld mánudaginn 28. október kl. 20.00.
Farið verður yfir helstu verkefni sem Neðribæjarsamtökin gætu unnið að árið 2014 og rætt um hvernig hlúa má að þeim þannig að þau vaxi og dafni.
Sérstakur gestur fundarins verður Þorgrímur Kolbeinsson frá Víkingafélaginu Glæsi í Grundarfirði.
Neðribæjarsamökin eru opið félag fyrir þá sem hafa áhuga á að efla hag Borgarness og fegra bæinn. Allir velkomnir.
Stjórn Neðribæjarsamtakanna
 

Share: