Borgarnes – bærinn okkar

nóvember 15, 2011
Opinn fundur í Hótel Borgarnesi þriðjudaginn
15. nóvember kl. 20.00.
Kynnt verða helstu verkefni sem Neðribæjarsamtökin gætu unnið að 2011 – 2012 og rætt um hvernig hlúa má að þeim þannig að þau vaxi og dafni.
M.a mun Sigríður Margrét Guðmundsdóttir fara yfir stöðuna eins og hún er í dag, Eiríkur Jónsson segir frá Danshátíð/Brákarhátíð, kynntar verða hugmyndir og vangaveltur um Brákarey og Rósa Björk Halldórsdóttir fjallar um Markaðsstofu Vesturlands.
Neðribæjarsamökin eru opið félag fyrir þá sem hafa áhuga á að efla hag Borgarness. Í verkefnum hefur verið lögð sérstök áhersla á menningarferðaþjónustu með áherslu á gamla miðbæinn – Neðri bæinn.
 

Share: