Borgarbyggð býður frítt í sund í dag, 17. febrúar.
Um er að ræða hluti af samvinnuverkefninu „Hreyfðu þig daglega“ sem Geðhjálp stendur fyrir þar sem sveitarfélög um allt land bjóða frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins.
Að fara í sund, taka 100 metrana eða bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd!, segir í fréttatilkynningu frá Geðhjálp.
Verið velkomin í sund!