Borgarbyggð og Bifröst í samstarf

september 5, 2011
Nýverið undirrituðu Páll Brynjarsson sveitarstjóri og Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans Bifröst samkomulag milli Borgarbyggðar og háskólans um afslátt á þjónustukaupum sveitarfélagsins hjá skólanum. Fyrr í sumar var einnig undirritað samkomulag milli sömu aðila um kaup Borgarbyggðar á 30 milljóna stofnfé í Háskólanum á Bifröst. Kaupin koma til framkvæmda á árunum 2012 – 2014.
Þjónustusamningurinn er um verulegan afslátt af kaupum Borgarbyggðar á sérfræðiþjónustu frá Bifröst. Má þar nefna aðkeypta ráðgjöf, kannanir og kennslu. Á Bifröst verður þróað, í samvinnu við sveitarfélagið, stjórnendanám fyrir starfsfólk sveitarfélaga, þá sérstaklega í fögum á borð við starfsmannastjórnun, lagaumhverfi og rekstur sveitarfélaga svo eitthvað sé nefnt.
 

Share: