Á síðasta fundi bæjarráðst Borgarbyggðar var samþykkt gagntilboð Sparisjóðs Mýrasýslu um kaup Borgarbyggðar á húseigninni Borgarbraut 14 þar sem höfuðstöðvar sjóðsins eru til húsa í dag. Var bæjarstjóra falið að ganga til samninga við stjórn Sparisjóðsins á grundvelli tilboðsins. Kaupin voru samþykkt samhljóða en fulltrúi minnihlutans, Þorvaldur Tómas Jónsson, lagði fram eftirfarandi bókun: “Undirritaður samþykkir gagntilboð SM en bendir á að ekki er gert ráð fyrir fjárfestingunni á fjárhagsáætlun ársins. Líta verður á að þessi kaup séu hagstæð einkum þar sem þau íþyngja bæjarsjóði ekki greiðslulega. Ganga verður út frá því að þessi gjörningur raski ekki öðrum fyrirætlunum um brýnar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins.”
Samkvæmt tilboðinu verður kaupverðið greitt með húseignum og jörðum sem eru í eigu sveitarfélagsins, þar á meðal núverandi húsnæði bæjarskrifstofu en gert er ráð fyrir að allt skrifstofuhald á vegum bæjarins flytji í húsið að Borgarbraut 14 í ársbyrjun 2005.
Stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu mun funda í dag og þar verða eignaskiptin borin upp til samþykktar en ekki er búist við öðru en að þau verði samþykkt.
Stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu mun funda í dag og þar verða eignaskiptin borin upp til samþykktar en ekki er búist við öðru en að þau verði samþykkt.