Borgarbyggð boðar til íbúafundar þar sem kynntar verða helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á árinu 2008.Á fundinum verða einnig fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur og Vegagerðinni vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda í Borgarnesi og vegna yfirstandandi framkvæmda á hringvegi 1 í Borgarnesi.
Fundurinn verður haldinn mánudaginn 17. mars næstkomandi kl. 20:30 á Hótel Borgarnesi. 
Mynd: Ragnheiður Stefánsdóttir