Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum

júlí 2, 2008
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
 

  1. Gata frá Vesturlandsvegi að hesthúsahverfi – yfirborðsfrágangur
  2. Hrafnaklettur og Stekkjarholt – malbikun og gangstéttar við Hrafnaklett
  3. Göngustígur frá Kvíaholti að Borgarvík – gerð stígs ásamt malbikun

Útboðsgögn verða afhent á geisladisk og án endurgjalds í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á skrifstofutíma, frá og með miðvikudeginum 2. júlí n.k.
 
1. Gata frá Vesturlandsvegi að hesthúsahverfi – yfirborðsfrágangur
Helstu magntölur eru:
Gröftur (efni sett í fláafleyga): 1.000 m³
Aðflutt malarfylling: 1.700 m³
Jöfnunarlag undir klæðingu: 3.040 m²
Klæðing, tvö lög m/flokkaðri möl: 2.800 m²
Verklok eru 20. september 2008.
2. Hrafnaklettur og Stekkjarholt – malbikun og gangstéttar við Hrafnaklett
Helstu magntölur eru:
Malarfylling: 230 m³
Jöfnunarlag undir malbik: 3.780 m²
Malbik: 3.550 m²
Kantsteinn: 750 m
Steypt gangstétt: 1.050 m²
Verklok eru 15. október 2008.
3. Göngustígur frá Kvíaholti að Borgarvík – gerð stígs ásamt malbikun
Helstu magntölur eru:
Malarfylling: 500 m³
Jöfnunarlag undir malbik: 1.025 m²
Malbik:820 m²
Verklok eru 15. október 2008.
Tilboðum skal skilað í Ráðhús Borgarbyggðar í lokuðu umslagi, þannig merktu:
„BORGARBYGGÐ, ÝMIS VERK – TILBOГ
Tilboð verða opnuð í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, mánudaginn 14. júlí 2008 kl 11:00, að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er, í hvert verk, eða hafna.
Jökull Helgason
Forstöðumaður framkvæmdasviðs
 

Share: