Borgarbyggð auglýsir eftir sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs

janúar 9, 2015
Við leitum að framsæknum leiðtoga í stöðu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með umhverfis-, hreinlætis- og sorpmálum, umferðar- og samgöngumálum, skipulags- og byggingarmálum, landbúnaðarmálum, fasteignaumsjón og áhaldahúsi, brunamálum og almannavörnum.
Verkefni og ábyrgðarsvið
Ábyrgð á rekstri og framkvæmd verkefna sem heyra undir sviðið
Umsjón með gerð fjárhags- og starfsáætlana
Yfirumsjón með skipulags- og byggingarmálum, umhverfismálum, sorpmálum, samgöngumálum, brunamálum og almannavörnum
Yfirumsjón með framkvæmdum, rekstri mannvirkja, útboðum og gerð samninga
Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem í gildi eru og heyra undir sviðið
Menntunar- og hæfnikröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði tækni, verkfræði og skipulagsmála
Þekking og reynsla af stjórnun og framkvæmdum
Þekking og reynsla á skipulags- og byggingarmálum
Þekking og reynsla á sviði umhverfismála
Reynsla af verk-, kostnaðar og fjárhagsáætlunum
Hæfni í mannlegum samskiptum
Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti
Upplýsingar veitir Kolfinna Jóhannesdóttir í síma 433 7100
Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar nk. Umsækjendur eru beðnir um skila inn umsóknum á netfangið kolfinna@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
 
 

Share: