Borgarbyggð veitir viðurkenningar fyrir starfsaldur

júní 2, 2023
Featured image for “Borgarbyggð veitir viðurkenningar fyrir starfsaldur”

Starfsfólk Borgarbyggðar fékk viðurkenningu fyrir starfsaldur á árshátíð sveitarfélagsins í mars sl., alls 28 einstaklingar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar hjá Borgarbyggð og verður hér eftir fastur liður ár hvert.

Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem höfðu náð 10, 15, 20, 25 og 30 ár og lengur.

Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri er með lengstan starfsaldur hjá Borgarbyggð eða 41 ár. Aðrir sem hafa unnið 30 ár eða lengur eru eftirfarandi; Inga Margrét Skúladóttir, Agnes Guðmundsdóttir, Sæbjörg Kristmannsdóttir, Ingunn Jóhannesdóttir, Ingibjörg A. Konráðsdóttir, Kristín Anna Stefánsdóttir, Bjarni Þorsteinsson, Theodóra Þorsteinsdóttir og Guðjón Guðmundsson.

Sex einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir 20 og 25 ár í starfi. Það voru þau Jónína G. Heiðarsdóttir, Sjöfn Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Skúladóttir, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir, Guðný Jóna Jóhannsdóttir og Eiður Sigurðsson.

Sjö einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir 15 ár í starfi. Það voru þær Unnur Sigurðardóttir, Guðrún H. Þórðardóttir, Kristín María Valgarðsdóttir, Sóley Björk Sigurþórsdóttir, Helena Björk Guðmundsdóttir, Hanna Sigríður Kjartansdóttir og Fanney H. G. Kristjánsdóttir.

Að lokum voru það fimm einstaklingar sem fengu viðurkenningu fyrir 10 ár í starfi. Það voru þau Pálína Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Stefánsdóttir, Victor Pétur Rodriques, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir og Halldóra Ingimundardóttir.

Er þessum einstaklingum þakkað fyrir trygglynd og farsæl störf í þágu sveitarfélagsins.

 


Share: