Lausar stöður í áhaldahús Borgarbyggðar

apríl 1, 2020
Featured image for “Lausar stöður í áhaldahús Borgarbyggðar”

Starfið felst í vinnu undir stjórn verkstjóra áhaldahússins við slátt, umhirðuverkefni á opnum svæðum, almennt viðhald og ýmsar verklegar framkvæmdir á vegum áhaldahúss.

Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Skilyrði að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri og hafi ökuréttindi. Vinnuvélaréttindi eru æskileg en ekki skilyrði.

Launakjör eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2020. Upplýsingar um starfið veitir Ámundi Sigurðsson verkstjóri í síma 892 5678.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is  

Með umsókn þarf að fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.


Share: