Borgarbyggð hlýtur jafnlaunavottun til ársins 2024

maí 27, 2021
Featured image for “Borgarbyggð hlýtur jafnlaunavottun til ársins 2024”

Borgarbyggð hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST 85. Vottunin staðfestir að sveitarfélagið uppfyllir öllum viðmiðum lögbundins jafnlaunastaðals og telst launasetning innan Borgarbyggðar vera hlutlaus gagnvart kyni og öðrum óhlutbundnum þáttum.

Úttektaraðili jafnlaunavottunarinnar var iCert sem er faggild vottunarstofa. Lokaúttekt á launakerfi Borgarbyggðar fór fram í mars á þessu ári og formlegt skírteini um jafnlaunavottun var gefið út þann 18. mars sl. og gildir til 20214. Jafnframt hefur Jafnréttisstofa veitt Borgarbyggð heimild til þess að nota jafnlaunamerkið á heimasíðu sveitarfélagsins.

Starfshópurinn sem stýrði innleiðinguna var skipaður Þórdísi Sif Sigurðardóttur sveitarstjóra, Arndísi Guðmundsdóttur deildarstjóra launadeildar, Maríu Neves samskiptastjóra og Kristínu Lilju Lárusdóttur innheimtufulltrúa.


Share: