Borgarbyggð fær afhent nýtt ráðhús

september 3, 2021
Featured image for “Borgarbyggð fær afhent nýtt ráðhús”

Borgarbyggð fékk í gær afhent húsnæðið að Digranesgötu 2 sem var áður í eigu Arion Banka. Starfsemi bankans verður að óbreyttu í húsnæðinu sem jafnframt mun samnýta rými með starfsemi ráðhússins.

Unnið er að innra skipulagi húsnæðisins og að því loknu fer verkið sjálft í útboð. Í kjölfar útboðs verður hægt að hefjast handa við að gera þær breytingar á húsnæðinu sem nauðsynlegar eru.

Það er ljóst að með nýju ráðhúsi mun aðstaða starfsmanna batna til muna ásamt aðgengi að þjónustu sveitarfélagsins. Starfsmenn eru fullir tilhlökkunar að taka á móti íbúum og gestum í nýja húsnæðinu á nýju ári en að svo stöddu er ekki ljóst hvenær flutningar verða. Íbúum verður boðið að koma og skoða húsnæðið þegar það verður tekið formlega í notkun.

 


Share: