Borgarbyggð auglýsir starf verkefnastjóra í teymi byggingarfulltrúa-embættisins

október 16, 2019
Featured image for “Borgarbyggð auglýsir starf verkefnastjóra í teymi byggingarfulltrúa-embættisins”

Starfssvið:

  • Yfirferð hönnunargagna m.a. aðal-, burðarvirkis- og lagnauppdrátta
  • Yfirferð á skráningartöflum
  • Skráningar mannvirkja í gagnagrunn Þjóðskrár Íslands
  • Úttektir vegna bygginga mannvirkja af ýmsum toga skv. byggingarreglugerð
  • Skráningar á úttektum í mála- og skjalavistunarkerfi byggingarfulltrúa
  • Undirbúningur vegna afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
  • Samskipti við hagsmunaaðila
  • Úttektir og skjalagerð vegna rekstrarleyfisumsagna byggingarfulltrúa

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Byggingafræðingur, arkitekt, tæknifræðingur, verkfræðingur eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Viðkomandi skal hafa löggildingu sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010
  • Reynsla af yfirferð byggingarleyfisteikninga
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Góð þekking á byggingarreglugerð og mannvirkjalögum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
  • Þekking og reynsla af notkun Windows-Office og CAD-hugbúnaðar auk þekkingar á One-skjalavistunarkerfinu
  • Þekking á úttektarkerfum er  kostur
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu á sviði byggingarmála

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.

Tekið er á móti umsóknum á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórólfur Óskarsson byggingarfulltrúi í síma 433-7114. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.


Share: