Borgarbyggð auglýsir eftir aðilum til að sinna smölun ágangsfjár

júní 30, 2023
Featured image for “Borgarbyggð auglýsir eftir aðilum til að sinna smölun ágangsfjár”

Verkið felst í að bregðast við beiðni sveitarstjórnar um smölun og keyrslu fjárs á afrétt ef eigandi eða umráðamaður bregst ekki við ábendingum frá sveitarfélaginu um að smala féi sínu af umræddu svæði.

Nú hefur verið virkjuð 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 í fjallskilaumdæmi Þverárþings. Var hún virkjuð að frumkvæði stjórnar fjallskilaumdæmis á því svæði en með þeirri ákvörðun er bændum á því svæði skylt að reka á afrétt eða halda búfénaði í heimalandi í fjárheldri girðingu. Fram kemur í 33. gr. laga nr. 6/1986, um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. að ef ágangur búfjár stafar af búfé sem vanrækt hefur verið að reka á afrétt skv. fyrirmælum fjallskilareglugerðar ber sveitarstjórn að láta reka féð á afrétt á kostnað fjáreigenda.

Áhugasamir hafi samband á netfangið thjonustuver@borgarbyggd.is


Share: