Borgarbraut 59

janúar 23, 2017
Featured image for “Borgarbraut 59”

Samkvæmt úrskurði Úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála,  mál 143/2016, var byggingarleyfi fyrir Borgarbraut 59 sem gefið var út þann 5. október 2016 fellt úr gildi þann 23.12.2016.

Í framhaldinu tók Byggingarfulltrúi þá ákvörðun um að önnur hæð yrði frágengin með reisningu útveggja eininga og innveggja eininga ásamt plötusteypu til að tengja saman veggeiningar og plötu. Það var gert í því skyni að tryggja að ekki myndi hljótast af skemmdir og eignatjón á byggingunni vegna ófullnægjandi frágangs s.s. vegna stórviðra í þeirri árstíð sem framundan er þar sem að ljóst var að framkvæmdir myndu stöðvast um óákveðinn tíma. Einnig var öryggi vegfarenda haft í huga í þessari ákvörðun sem tekin var.  Þar sem ekki ekki hafa verið viðunandi veðurskilyrði til að klára þennan verkþátt verður þessi verkþáttur kláraður í dag og á morgun. Að því loknu stöðvast framkvæmdir við Borgarbraut 59 um óákveðinn tíma.


Share: