Borgarbraut 59

janúar 4, 2017
Featured image for “Borgarbraut 59”

Samkvæmt úrskurði Úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, mál 143/2016, var byggingarleyfi fyrir Borgarbraut 59 sem gefið var út þann 5. október 2016 fellt úr gildi þann 23.12.2016. Byggingarfulltrúi Borgarbyggðar hefur í ljósi þess tekið ákvörðun um að önnur hæð verði frágengin með reisningu útveggja eininga og innveggja eininga ásamt plötusteypu til að tengja saman veggeiningar og plötu. Það er gert í því skyni að tryggja að ekki hljótist af skemmdir og eignatjón á byggingunni vegna ófullnægjandi frágangs s.s. vegna stórviðra í þeirri árstíð sem framundan er þar sem framkvæmdir stöðvast um óákveðinn tíma. Einnig er öryggi vegfarenda haft í huga í þessari ákvörðun. Verktakanum verða gefnir 6-7 vinnudagar til að klára fyrrgreindan verkþátt og eru áætluð verklok 10. janúar 2017. Þessi áfangi verður kláraður með umsjón byggingarfulltrúa og innan þess tímaramma sem getið er hér að ofan. Verktaki skal einnig sjá um að vinnusvæðið að Borgarbraut 57 og 59 verði ávallt vel girt af á þeim tíma sem framkvæmdir liggja niðri. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að þegar hafði um 2/3 hlutar 2. hæðar verið reistir þegar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála féll þann 23. des. sl.


Share: