Bókagjöf til Grunnskólans í Borgarnesi

mars 11, 2013
Grunnskólinn í Borgarnesi fékk á dögunum veglega bókagjöf. Það voru fulltrúar Kvenfélags Borgarness sem komu færandi hendi í skólann og gáfu milli 70 og 80 bækur. Þær Jóhanna Skúladóttir, Sæbjörg Kristmannsdóttir og Inga Birna Tryggvadóttir fylgdu svo gjöfinni úr hlaði. Þessar bækur nýtast afar vel í læsisverkefninu í 1. og 2. bekk en af hverri bók eru mörg eintök. Skólinn þakkar Kvenfélagi Borgarness þann hlýhug sem skólanum er sýndur með þessari veglegu gjöf. Myndirnar sem hér fylgja eru frá afhendingunni.
 

Share: