Bjarni heimsótti nemendur á Hvanneyri

maí 20, 2014
Á föstudaginn kom Bjarni á Mófellsstöðum í heimsókn í Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Hann sagði nemendum frá föðurbróður sínum Þórði á Mófellsstöðum en krakkarnir voru nýbúin að fræðast um hann í Safnahúsinu. Bjarni náði vel til krakkanna, þau hlustuðu af athygli og þótti heimsóknin virkilega skemmtileg. Að lokum sungu krakkarnir fyrir Bjarna. Heimsókn sem þessi er hluti af markmiðum skólans fyrir Grænfánann um átthaga.
Á myndinni má sjá nokkra nemendur skoða staf sem Þórður smíðaði handa móður sinni.
 

Share: