Kæru foreldrar
Útivist og hreyfing er öllum mikilvæg og ekki hvað síst þegar hefðbundin rútína er ekki fyrir hendi. Við bendum hér á tvö bingó, annars vegar hreyfibingó og hins vegar útibingó. Bæði eru tilvalin fyrir allan aldur, hvort sem er til að brjóta upp daginn eða nýta í skemmtilega samveru með fjölskyldunni.
Með kveðju
Foreldrafélög leik- og grunnskóla