Bílaþvottur og bón um helgina

febrúar 13, 2007
Mikið stendur til hjá 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi um helgina þar sem krakkarnir eru í fjáröflun vegna fyrirhugaðrar útskriftarferðar/námsferðar til Danmerkur í október n.k. Verkefnið sem þau taka að sér næst er bílaþvottur og hafa þau fengið aðstöðu hjá LímtréVírneti um helgina þar sem þau ætla að bjóða upp á hreinsun og þvott á bílum. Það eru fyrirtækin LímtréVírnet og OLÍS sem styrkja krakkana um aðstöðu, tuskur og hreinsiefni.
Fyrir þá sem hyggjast panta sér þrif og bón fyrir bílinn má hafa samband í síma 891-8871 eða 437-1171 eftir kl. 18.00 fimmtudaginn og föstudaginn 15. og 16. febrúar.
Meðf. mynd var tekin þegar sami hópur fór um Borgarnes í hreinsunarleiðangri um daginn. Ljósmynd: Jökull Helgason.
 

Share: