Bikarmót Vesturlands í hestaíþróttum

júní 29, 2007
Bikarmót Vesturlands í hestaíþróttum fer fram að Vindási við Borgarnes á morgun, laugardag. Yfir 60 keppendur munu taka þátt og eru skráningar með mesta móti eða alls 130. Mótið hefst með forkeppni í fjórgangi opnum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og loks barnaflokki. Eftir hádegi verður keppt í fimmgangi, opnum flokki og ungmenna. Forkeppni í tölti tekur síðan við. Byrjað er á opnum flokki og endað á barnaflokki. Þá fer fram úrslitakeppni í öllum flokkum og mótinu lýkur með gæðingaskeiði og 150 m skeiði.
Þar sem skráningar eru jafn margar og raun ber vitni er reiknað með að mótið standi nokkuð fram á kvöld. Það ætti enginn að setja það fyrir sig í veðurblíðunni og því fallegu umhverfi sem svæði hestamanna á Vindási er. Skipuleggjendur mótsins reikna því með mörgum áhorfendum.
 
Ljósmynd: Ragnheiður Stefánsdóttir.
 
 

Share: