Bifröst – hreinsun jólatrjáa

janúar 19, 2009
Borgarbyggð mun standa fyrir hreinsun jólatrjáa á Bifröst þriðjudaginn 20. janúar næstkomandi. Óskað er eftir að íbúar í Hraunum og Kotum komi trjám út að gámunum, ruslatunnunum við veginn upp að leikskóla.
Íbúar í Sjónarhóli eru beðnir um að koma trjám út að aðalbílastæðinu, þar sem ekið er frá Sjónarhóli inn á aðalbílastæðið, þeim megin sem göngustígurinn er. Íbúar í Görðum, Vallar- og Bollakotum, Jaðarseli og Skógarseli eru beðnir að koma trjám fyrir framan við gámana við
Hamragarða. Best er að koma trjám fyrir kvöldið áður eða snemma morguns þann 20. janúar.
Það er HS-Verktak í Borgarnesi sem mun annast verkið.
Ljósmynd: Frá Bifröst – Guðrún Jónsdóttir

Share: