Berum höfuð hátt

júní 13, 2002
Beint í kjölfar Borgfirðingahátíð kemur þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga sem að þessu sinni ber upp á 17. júní. Að venju verður dagurinn haldinn hátíðlegur í Borgarnesi. Dagskrána er að finna hér. Aðstandendur hátíðarinnar leggja sérstaka áherslu á að fólk beri einhverskonar höfuðfat. Það setur skemmtilegan svip á hátíðarhöldin og er afar vel viðeigandi á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Leikskólabörn hafa tekið þessari áskorun og sitja nú og sníða sér höfuðföt sem þau ætla að bera þennan dag.
Fullorðnir jafnt sem börn á öllum aldri, tökum nú höndum saman og setjum upp hattana!

Share: