Barnapakkar í Borgarbyggð

febrúar 14, 2019
Featured image for “Barnapakkar í Borgarbyggð”

Barnapakki Borgarbyggðar var afhentur í fyrsta sinn við smá athöfn á Heilsugæslunni í Borgarnesi miðvikudaginn 13. febrúar. Drengur, sem fæddist 2. janúar síðastliðinn, og var býbúinn að fara í gegnum sex vikna skoðun ásamt foreldrum sínum, þeim Ástrúnu Kolbeinsdóttur og Arnóri Orra Einarssyni, fékk afhentan fyrsta barnapakkann. Bakhjarlar þessa verkefnis eru Kaupfélag Borgfirðinga, Samkaup / Nettó, Lyfja, Borgarbyggð, Aldan – vinnustofa og „Heldri borgarar“ í Borgarbyggð. Verkefnið er unnið í samstarfi við ungbarnaeftirlit heilsugæslunnar sem mun afhenda nýfæddum íbúum Borgarbyggðar slíkan pakka háðan í frá. Aldan – vinnustofa, mun annast umsjón verkefnisins. Þetta verkefni er komið til að vera. (mynd:Skessuhorn).


Share: