Aukin aðsókn í sundlaugarnar í Borgarbyggð

júlí 30, 2015
Sundlaugin í Borgarnesi
Mikil aukning hefur orðið í aðsókn að sundlaugum Borgarbyggðar í sumar. Í sundlaugina í Borgarnesi hafa komið 15.900 gestir í júlí sem er 30% aukning í samanburði við júlí í fyrra.
 
Aukning í sundlaugina á Kleppjárnsreykjum er yfir 40% þegar júlí mánuður í ár er borinn saman við júlí mánuð í fyrra. Þangað hafa komið 2.400 gestir í júlí í ár. Gestir í sundlaugina á Varmalandi eru orðnir tæplega 3.500 í þessum mánuði sem er 100% aukning borið saman við gestafjölda í júlí á síðasta ári.

Share: