Aukið samstarf Borgarbyggðar og Akraness

febrúar 18, 2003
Síðastliðinn föstudag kom hópur embættismanna frá Borgarbyggð og Akraneskaupstað saman til fundar á Akranesi. Umræðuefnið var samkomulag frá því í október 2002 um nánara samstarf þessara sveitarfélaga í ýmsum málum. Meðal þeirra þátta samkomulagsins sem ræddir voru má nefna málefni slökkviliða, fráveitumál, forvarnamál, námskeiðahald fyrir starfsfólk grunn- og leikskóla, endurmenntun starfsmanna, samstarf tæknideilda og samstarf íþróttafélaga.
Einnig var rætt um nýja samstarfsfleti sem gætu komið til viðbótar því samstarf sem fyrir er í dag. Í lok fundarins var samþykkt var að vekja athygli á atvinnuátaksvinnu og möguleikum fyrirtækja á að sækja um til Svæðisvinnumiðlunar um fjárframlag þar að lútandi auk þess sem aðstoð yrði veitt við að fylla út umsóknir og nauðsynleg gögn.
Markmiðið með samstarf sveitarfélagana er fyrst og fremst að bæta þjónustuna gagnvart íbúum þeirra og ná fram hagstæðum þjónustu og vörukaupum. Samkomulag sveitarfélaganna hefur verið kynnt fyrir öðrum sveitarfélögum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og hefur Borgarfjarðarsveit sýnt því áhuga að tengjast þessu samkomulagi og var fulltrúi frá sveitarfélaginu gestur fundarins.

Share: