Eins og allir vita þá er jólum og áramótum þannig skipað í dagatalinu þetta árið að frídagar umfram venjulega helgi eru mjög fáir. Af þeim sökum var tekin um það ákvörðun hjá Borgarbyggð að gefa starfsmönnum sveitarfélagsins einn aukafrídag yfir hátíðarnar. Þeir starfsmenn sem hafa unnið af sér jólafríið geta tekið frídaginn út síðar í samráði við stjórnendur sinna stofnana. Þetta er gert til að starfsmenn sveitarfélagsins fái notið hátíðanna aðeins betur en ella hefði orðið.