Auglýst eftir tilnefningum frá íbúum Borgarbyggðar

ágúst 27, 2015
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar hefur ákveðið að veittar verði umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð í eftirfarandi fjórum flokkum:

1. Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði
2. Besti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði
3. Snyrtilegasta bændabýlið
4. Sérstök viðurkenning umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar
 
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar hefur ákveðið að veittar verði umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð í eftirfarandi fjórum flokkum:
1. Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði
2. Besti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði
3. Snyrtilegasta bændabýlið
4. Sérstök viðurkenning umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar
Nefndin hvetur íbúa Borgarbyggðar til að senda inn tilnefningar um hverjir eigi að þeirra mati að hljóta viðurkenningar í áðurnefndum flokkum. Hver og einn getur sent inn margar tilnefningar.
Tilnefningar óskast sendar til Hrafnhildar Tryggvadóttur umhverfisfulltrúa Borgarbyggðar í bréfi eða tölvupósti eigi síðar en 1. september 2015.
Ráðhús Borgarbyggðar
Borgarbraut 14,
310 Borgarnes
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar mun í samstarfi við Umhverfisskipulagsbraut Landbúnaðarháskóla Íslands fara yfir tilnefningarnar og ákveða hverjir hljóta viðurkenningar í ár.


Nánar verður auglýst síðar hvenær viðurkenningarnar verða veittar.
 

Share: